Selika ráðgjöf
Betri ákvarðanir
Þjónusta
Ávinningur viðskiptagreindar hámarkast þegar réttar upplýsingar ná til réttra aðila á réttum tíma
Þarfagreining og innleiðing
Hægt er að komast hjá ýmsum vandræðum við innleiðingu viðskiptagreindarlausna með því að huga vel að þarfagreiningu og á það jafnt við um þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í viðskiptagreind og þá sem vilja innleiða nýjar lausnir eða notendahópa. Mikilvægt er að taka mið af þörfum alla hluthafa, möguleikum og takmörkunum hugbúnaðarlausna, tímaramma, mannaforða og kostnaðar.
Með lipri nálgun á þarfagreiningu og innleiðingu viðskiptagreindarlausna getur Selika aðstoðað þitt fyrirtæki við að öðlast forskot með því að innleiða raunverulegar og tímanlegar lausnir fyrir ykkar starfsfólk.
Viðhald, ferli, þjálfun og samskipti
Ólíkt mörgum öðrum hugbúnaðarlausnum eru viðskiptagreindarlausnir aldrei fullgerðar, þó svo að þær séu tilbúnar til notkunar. Þess vegna er mikilvægt að huga að viðhaldi lausnarinnar og þar með talið hvernig staðið er að þjálfun, hvernig öryggi er tryggt við breytingar á kerfum og högum notenda, hvernig notendur koma t.d. nýjum þörfum á framfæri og hvernig liðka má fyrir samskiptum á milli hluthafa lausnarinnar.
Að innleiða stýrihóp eða hæfnisetur viðskiptagreindar samhliða öflugri verkefnastjórnun er ein áhrifaríkasta leiðin sem Selika getur aðstoðað þitt fyrirtæki við að temja alla þá undirliggjandi krafta sem ráða árangri.
Stefnumótun og árangursmælingar
Til að tryggja að allir hluthafar viðskiptagreindarlausnar vinni að sama markmiði þarf skýra stefnu, sem og vettvang þar sem henni er komið á framfæri. Mikilvægt er að afleiða lykilmælikvarða frá þeirri stefnu sem mótuð hefur verið og fylgja þeim úr hlaði með reglulegum stöðutökum, og er það ein af forsendum þess að hægt sé að bregðast fljótt og vel við breyttum aðstæðum.
Mótun og eftirfylgni stefnu er jafn mikilvæg í viðskiptagreind og hún er í öðrum stoðum fyrirtækisins. Þitt fyrirtæki nær lengra með aðstoð Selika við að móta skýra stefnu í viðskiptagreind og skilgreina vandaðar árangursmælingar.
Ef þú ert ennþá ekki viss hvort Selika getur aðstoðað þig
Algengt er að fyrirtæki upplifi einhver eftirfarandi vandamála á hvaða þroskastigi viðskiptagreindarlausnarinnar sem er. Ef eitthvað af þeim á við í þínu fyrirtæki er kominn tími til að hafa samband við Selika og óska eftir kynningarfundi sem er þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga.
-
Framvindan er hæg
-
Notendurnir eru óánægðir
-
Samskipti á milli hluthafa lausnarinnar eru í lágmarki
-
Illa gengur að markaðsetja lausnina innanhúss
-
Yfirsýnin yfir reksturinn er lítil
-
Erfitt er að fá stuðning framkvæmdastjórnar
-
Tvíverknaður í útreikningum eða í gagnaöflun
-
Gögnin nýtast ekki til ákvarðanatöku
-
Gögnin eru óáreiðanleg
-
Umhverfið / lausnin er of flókin
-
Mikilvæg þekking fer úr húsi með verktökum