Selika ráðgjöf
Betri ákvarðanir
Um Selika ráðgjöf
Selika ehf. var stofnað til að mæta þörf fyrirtækja fyrir stjórnunarmiðaða ráðgjöf tengdri viðskiptagreindar, allt frá þarfagreiningu til bestunar ferla og öllu þar á milli.

Hinrik Jósafat Atlason
Stjórnunarráðgjafi
Hinrik hefur unnið við viðskiptagreind frá árinu 2006 og verið ráðgjafi frá 2007. Hann hefur reynslu af tugum viðskiptagreindarverkefna, bæði hjá smáum fyrirtækjum og mörgum þeirra stærstu á Íslandi og í Skandinavíu. Helsta áhersla Hinriks síðustu árin hefur verið hámarksnýting viðskiptagreindarlausna.
Samhliða því að vera ráðgjafi er Hinrik stundakennari viðskiptagreindaráfanga við HR og hefur haldið fjölda fyrirlestra á íslenskum og alþjóðlegum ráðstefnum. Einnig hefur Hinrik haldið fjölda námskeiða tengdum viðskiptagreind og skrifað um viðskiptagreind fyrir alþjóðleg veftímarit.